Grindavíkurfrumvarp samþykkt
Frumvarp um tímabundinn rekstrarstuðning vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ og frumvarp um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík voru samþykkt á Alþingi í nótt. Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með málunum.
Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvarpinu um uppkaup á íbúðarhúsnæði. Verður Grindvíkingum til að mynda gefinn frestur til áramóta til að ákveða hvort þeir vilji selja eign sína.