Nýjast á Local Suðurnes

Komufarþegar geta nýtt sér leið 55

Komuf­arþegum í Leifs­stöð er nú heim­ilt að nýta sér al­menn­ings­sam­göng­ur, leið 55 með Strætó, frá flug­stöðinni gegn því að sýna vagn­stjóra SMS-skila­boð frá sótt­varna­yf­ir­völd­um sem staðfesta að viðkom­andi sé und­anþeg­inn sótt­kví vegna komu til lands­ins.

Þetta kem­ur fram í 6. grein reglu­gerðar um sótt­kví og ein­angr­un og sýna­töku við landa­mæri Íslands vegna Covid-19 þar sem fjallað er um fram­kvæmd heima­sótt­kví­ar, en greint er frá þessu á vefsvæði Morgunblaðsins.

Breyt­ing­in tók gildi í gær en frá því í apríl 2020 hef­ur öll­um komuf­arþegum verið óheim­ilt að nota al­menn­ings­sam­göng­ur frá Leifs­stöð.