Nýjast á Local Suðurnes

Lengja opnunartíma Kölku

Frá og með morgundeginum, 1. febrúar 2020, verður opnunartími sorpeyðingarstöðvar Kölku lengri en verið hefur fyrir almenning. Opnunartími fyrirtækjaþjónustu verður óbreyttur.

Þannig verður mögulegt að koma venjulegum heimilisúrgangi til eyðingar alla virka daga frá klukkan 10 til 18 og á laugardögum frá klukkan 11 til 16 í starfsstöð fyrirtækisins í Helguvík.