Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara efst fyrir lokadag Dubai Fitness Championship – Myndband!

Mynd: Facebook DFC

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í efsta sæti á sterku crossfitmóti sem haldið er í Dubai, Dubai Fitness Championship, þegar þrjár greinar eru eftir. Lokadagur mótsins er á morgun laugardag, en ekki hefur enn verið tilkynnt í hvaða greinum verður keppt.

Verðlaunin á mótinu eru ekki af verri endanum, en fyrir fyrsta sætið eru greiddar tæplega 6 milljónir króna, auk verðlauna fyrir efstu þrjú sætin í hverri grein.

Hér fyrir neðan má sjá keppni kvenna í grein númer 9 á mótinu, en í þeirri grein hafði Ragnheiður Sara sigur.