Nýjast á Local Suðurnes

Trampað á deiginu á nýopnuðum Dominos á Fitjum – Myndband!

Myndband sem tekið var upp á nýopnuðum veitingastað Dominos á Fitjum sýnir starfsfólk staðarins stunda að því er virðist ansi öfluga matarsóun. Myndbandið sem hefur farið í dreifingu á veraldarvefnum sýnir starfsfólk staðarins meðal annars nota pizzadeig sem svuntu, taka mat upp úr ruslatunnu og setja að því er virðist með í pöntun, auk þess sem deigi er hent í gólfið og trampað á því.

Ekki fylgir sögunni hvort um hafi verið að ræða pantanir sem afgreiddar voru til viðskiptavina eða hvort um hafi verið að ræða sprell starfsfólks að afloknum vinnudegi, en myndbandið sem sjá má hér fyrir neðan verður að teljast nokkuð sláandi.

Uppfært: Hægt er að sjá myndbandið ótruflað hér.