Fann fíkniefni í innkeyrslunni

Fíkniefni, sterar og hnúajárn fundust við húsleit sem lögreglan á Suðurnesjum fór í um helgina. Húsráðandi var handtekinn vegna vörslu á fíkniefnum, brots á lyfjalögum og vopnalögum.
Viðkomandi játaði brot sín og var látinn laus að lokinni skýrslutöku á lögreglustöð.
Enn fremur kom manneskja með fíkniefni í poka á lögreglustöðina í Reykjanesbæ um helgina en efnin hafði hún fundið í innkeyrslunni heima hjá sér.