Nýjast á Local Suðurnes

Fann fíkniefni í innkeyrslunni

Fíkni­efni, ster­ar og hnúa­járn fundust við hús­leit sem lög­regl­an á Suður­nesj­um fór í um helg­ina. Hús­ráðandi var hand­tek­inn vegna vörslu á fíkni­efn­um, brots á lyfja­lög­um og vopna­lög­um.

Viðkomandi játaði brot sín og var lát­inn laus að lok­inni skýrslu­töku á lög­reglu­stöð.

Enn frem­ur kom mann­eskja með fíkni­efni í poka á lög­reglu­stöðina í Reykja­nes­bæ um helg­ina en efn­in hafði hún fundið í inn­keyrsl­unni heima hjá sér.