Nýjast á Local Suðurnes

Ekið á lögreglubifreið á slysavettvangi

Mynd: Lögraglan á Suðurnesjum / Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekið var á lögreglubifreið á vettvangi umferðarslyss á Reykjanesbraut í morgun, en mikil hálka var á brautinni og aðstæður erfiðar. Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og biðlar til ökumanna að þeir sýni tillitssemi í kringum slysavettvanga og dragi verulega úr hraðanum er þeir nálgast vettvanginn til að koma í veg fyrir frekari slys.

Lögreglubifreiðin er talsvert skemmd eftir áreksturinn og hin bifreiðin að öllum líkindum ónýt. Bæði lögreglumenn á vettvangi og ökumaður bifreiðarinnar sem ók á lögreglubifreiðina fundu fyrir eymslum eftir áreksturinn.