Nýjast á Local Suðurnes

Brynja byggir sjö íbúðir – Langur biðlisti

Íbúðarlánasjóður hefur samþykkt umsókn Brynju – Hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands um stofnframlag vegna byggingar sjö íbúða við Stapavelli 16 – 22 í Reykjanesbæ. Áætlað er að íbúðirnar verði teknar í notkun á árinu 2021.

Reykjanesbær hafði áður samþykkt að veita sjóðnum stofnframlag sem nemur 12% af áætluðum byggingarkostnaði, rúmlega 25 milljónir króna.

Á heimasíðu Brynju kemur fram að útilokað sé að nýjar umsóknir um íbúðir geti komið til afgreiðslu á næstu árum, en um 600 manns eru á biðlista eftir íbúðum hjá sjóðnum um land allt og er biðtími eftir íbúð allt að 75 mánuðir.