Nýjast á Local Suðurnes

Jón Jónsson kennir unglingum hvernig fara á með peninga

Fræðslufundur með Jóni Jónssyni tónlistarmanni og hagfræðingi fyrir ungt fólk verður í Stapanum þriðjudaginn 26. janúar kl. 19:30. Á fundinum mun Jón fræða unglinga á aldrinum 12 til 16 ára um peninga á skemmtilegan hátt.

Ungt fólk þyrstir í fræðslu um fjármál. Það kom glöggt fram á fundi ungmennaráðs Reykjanesbæjar  með bæjarstjórn Reykjanesbæjar þann 17. nóvember síðastliðinn. Fundurinn er meðal annars svar við því kalli, segir í tilkynningu á heimasíðu Reykjanesbæjar.

Jón Jónsson er einn þekktasti söngvari landsins en hann er, eins og áður segir,  menntaður hagfræðingur og einnig vel þekktur fyrir fræðsluerindi sín fyrir ungt fólk og óhætt er að lofa því að enginn verður svikinn af þessum fundi í Stapa.

Viðburðurinn er styrktur af Arion banka og þarf að skrá sig á fundinn hér. Allir eru velkomnir á fundinn sem er þátttakendum að kostnaðarlausu.