Nýjast á Local Suðurnes

Gjaldskrárbreytingar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Um síðustu áramót tóku gildi nýjar reglugerðir um gjaldskrár í heilbrigðisþjónustu. Í reglugerð fyrir sjúkratryggða haldast komugjöld á heilsugæslu óbreytt frá síðustu reglugerð sem gilti frá júlí 2014.

Almennt komugjald á HSS er nú 1.200 krónur, eldri borgarar á aldrinum 67 til og með 69 ára sem hafa engan eða skertan ellilífeyri greiða 960 krónur og loks greiða aðrir aldraðir og öryrkjar 600 krónur. Börn undir 18 ára aldri greiða ekki komugjöld.

Upphæð vegna afsláttarskírteinis hækkar þó en nú eiga almennir skjólstæðingar rétt á afsláttarkorti ef þeir hafa greitt sem nemur 35.200 krónum á almanaksárinu. Hámarksupphæð fyrir eldri borgara á aldrinum 67 til 69 ára er nú 28.200. Hámarksupphæð fyrir aðra eldri borgara nemur nú 8.900 krónum og hámarksupphæð fyrir börn undir 18 ára er nú 10.700 krónur.

Ýmsir aðrir gjaldaliðir gjaldaliðir breytast en gjaldskrá frá Sjúkratryggingum Íslands má sjá hér.