Nýjast á Local Suðurnes

Norðurál tapar milljarði á ári í Helguvík

Norðurál í Helguvík tapaði 8,2 milljónum dollara, eða sem nemur milljarði íslenskra króna, á síðasta ári. Tapið hækkaði eilítið milli ára. Þetta kemur fram á Vísi.is

Eignir félagsins nema 149 milljónum dollara og hafa einnig lækkað milli ára. Megnið af útgjöldum Norðuráls í Helguvík eru vaxtagreiðslur til tengdra aðila, sem námu 6,9 milljónum dollara. Engir starfsmenn voru á launskrá árið 2014.

Enn er óljóst hvenær af framkvæmdum Norðuráls í Helguvík verður. Í júlí greindi Local Suðurnes frá áframhaldandi ágreiningi HS Orku við Norðurál um orkusölusamning vegna álvers í Helguvík.