Nýjast á Local Suðurnes

54% í HS Orku seld á 116 milljarða króna

Sam­komu­lag hefur náðst um kaup Inner­gex Renewable Energy á Alterra Power Corp. sem er stærsti hlut­haf­inn í HS Orku. Þetta kem­ur fram í á vef mbl.is.

Kaup­in nema 1,1 millj­arði Banda­ríkja­dala, eða tæp­um 116 millj­örðum ís­lenskra króna og fela í sér 25% reiðufé og 75% hluta­fé í Inner­gex. Þau eru háð samþykki hlut­hafa Alterra. Alterra Power fer núna með 53,9%hlut í HS Orku.

Uppfært kl. 17:33: Skv. upplýsingum frá HS Orku var ekki var farið rétt með stærð á eignarhlut Alterra Power í fyrirtækinu, í upphaflegu fréttinni, og hefur því verið breytt í frétt og fyrirsögn.