Nýjast á Local Suðurnes

HS Orka tryggir 27 milljarða fjármögnun

HS Orka hefur lokið endurfjármögnun og tryggt sér 210 milljón dollara fjármögnun, eða andvirði hátt í 27 milljarða íslenskra króna, frá evrópskum fjármögnunarfyrirtækjum.

Í fréttatilkynningu segir að tilgangur fjármögnunarinnar sé að styrkja fyrirtækið í þeirri uppbyggingu sem framundan er, s.s. stækkun Reykjanesvirkjunar sem áformað er að ljúki um mitt ár 2022.