Þrír erlendir leikmenn til Reynis
Knattspyrnudeild Reynis hefur samið við þrjá erlenda leikmenn fyrir baráttuna í 3. deildinni í sumar. Um er að ræða markvörð, miðjumann og framherja, sem munu án efa styrkja liðið í baráttunni í sumar.
Jonathan Faerber er 29 ára markvörður sem kemur frá Ástralíu. Jonathan lék síðast með TSV Buch í Þýskalandi. Devonte Small er 22 ára framherji sem kemur úr bandaríska háskólaboltanum. Youssef Naciri er 23 ára bandarískur miðjumaður en hann kemur frá Harrisburg City Islanders.
Jonathan og Devonte hafa báðir fengið leikheimild með Reyni og geta því tekið þátt í fyrsta leik sumarsins á morgun gegn Kórdrengjum á grasinu á Sandgerðisvelli.