Nýjast á Local Suðurnes

Sorphirða á Suðurnesjum boðin út á EES svæðinu

Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. hefur óskað eftir tilboðum sorphirðu fyrir heimili á Suðurnesjum, útvegun á endurvinnsluílátum, flutninga efnis og kaup á endurvinnsluefni. Samið er til fimm ára, frá og með 1. febrúar næstkomandi og er útboðið auglýst á EES svæðinu.

Ákveðið hefur verið að með nýju útboði á sorphirðu verði bætt við ílátum fyrir endurvinnsluefni við öll heimili á Suðurnesjum. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði kynnt íbúum í samvinnu við þann verktaka sem valinn verður til verksins.

Útboðsgögn verða afhent frá og með 28. ágúst og verða tilboð í verkið opnuð hjá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, þriðjudaginn 3. október næstkomandi.