Nýjast á Local Suðurnes

Á sjötta hundrað nafnatillögur á níu götur

Á sjötta hundrað nafnatillögur bárust eftir að Reykjanesbær óskaði eftir aðstoð frá íbúum við að velja nöfn á níu götur í nýju hverfi, Dalshverfi 3. Einnig var óskað eftir tillögum að nafni á hverfistorgið.

Einu skilyrðin voru að ending götunafna væru dalur og nöfnin verði hverfinu til sóma. Í tilkynningu kom fram að óhætt væri að vísa í þjóðsögur, ævintýri eða kennileiti og sögu svæðisins.