Nýjast á Local Suðurnes

Rúmlega þúsund manns við gosstöðvarnar daglega

Sam­kvæmt mælaborði Ferðamála­stofu, sem birtir upplýsingar um fjölda ferðamanna sem heimsækja gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í rauntíma, hafa í heild­ina 324.778 ein­stak­ling­ar farið og séð gosið frá upp­hafi. Um­ferðin hef­ur því verið stöðug und­an­farna mánuði.

Mest var um­ferðin í byrj­un en fyrstu dag­ana voru að jafnaði rúm­lega sex þúsund manns sem gerðu sér ferð dag­lega að gosstöðvun­um.

Frá því kvika hætti að renna úr gígn­um þann 18. sept­em­ber síðastliðinn fram að laug­ar­deg­in­um 16. októ­ber hafa 29.406 manns gert sér ferð að gosstöðvun­um eða rétt rúm­lega þúsund á dag.