Nýjast á Local Suðurnes

Landsliðstreyja seldist á 1,8 milljónir – Rennur í styrktarsjóð Kolfinnu Ránar

Um 2.000 manns sameinuðust í gegnum Facebook við að kaupa treyju landsliðskonunnar Hólmfríðar Magnúsdóttur til styrktar Kolfinnu Ránar, þriggja ára stúlku sem greindist með krabbamein í sumar. Treyjan var seld á tæpar 1,8 milljónir króna sem renna í söfnunina, þetta kemur fram á Vísi.is.

„Það lögðu allir sitt af mörkum – allt frá 250 krónum upp í 100 þúsund krónur. Fólk tók svo við sér undanfarna átta daga og talan rauk upp,“ segir Guðlaug Jónsdóttir, einn stofendna hópsins og fyrrum liðsfélagi Olgu og Pálínu hjá KR, í samtali við Vísi en á lokasprettunum sameinuðust tvær aðrar safnanir við þessa.

“Við sem stóðum að baki þessari söfnun, viljum þakka öllum þeim sem komu að söfnuninni og lögðu sitt af mörkum. Takmarkið náðist og það er alveg ljóst að þegar við stöndum saman, allir sem einn, þá erum við öflug liðsheild sem enginn getur stöðvað.” Skrifaði Hólmfríður Magnúsdóttir, eftir að uppboðinu á treyjunni lauk.

Í dag hefst svo markaður í sal Framsóknarflokksins á Hafnargötu 62 í Reykjanesbæ, þar sem allur ágóði rennur í styrktarsjóð Kolfinnu Ránar. Þá hafa aðstandendur markaðarins stofnað bankareikning til styrktar litlu hetjunni: Bankaupplýsingar 0542 – 14 – 405025 Kennitala 190113 -2 210.