Nýjast á Local Suðurnes

Bókasafnsdagurinn er í dag – Myndverkasýning og föndur í Bókasafni Reykjanesbæjar

Bókasafnsdagurinn 2016: Lestur er bestur – út fyrir endimörk alheimsins verður haldinn í dag í bókasöfnum um land allt.

Í Bókasafni Reykjanesbæjar er fólki boðið að koma við og hjálpa starfsfólkinu við að föndra trjástofn og eru allir sem koma við beðnir um að líma miða á greinarnar með stuttum setningum eða orðum sem minna okkur á hvers vegna bókasöfn eru mikilvæg.

Einnig verður myndverkasýningin Álfabækur að sjálfsögðu öllum opin. Þá verður dagurinn sektarlaus en öllum gefst kostur á að skila inn bókum sem komnar eru fram yfir lánstíma og fá sektina fellda niður.