Nýjast á Local Suðurnes

Blöðrur eða ekki blöðrur? – Þér er boðið á fund um framkvæmd Ljósanætur

Blöðrum verður ekki sleppt við setningarathöfnina að þessu sinni

Menningarráð Reykjanesbæjar heldur fund um Ljósanótt og framkvæmd hennar árið 2016 í Bíósal Duus Safnahúsa þriðjudaginn 23. febrúar kl. 19:30. Allir bæjarbúar eru velkomnir á fundinn til skrafs og ráðagerða.

Þá kallar menningarráðið eftir hugmyndum að viðburðum, tónleikum, afþreyingu eða einhverju öðru skemmtilegu á Ljósanótt frá bæjarbúum, en síðasta Ljósanótt þótti takast einstaklega vel og voru fjölmargar hugmyndir frá bæjarbúum notaðar við framkvæmd hennar.

Gera má ráð fyrir að stóra blöðrumálið verði til umræðu á fundinum, en sem kunnugt er voru töluverðar umræður um þessa hefð fyrir síðustu Ljósanótt og var ákvörðun um að halda blöðrunum við setningarathöfnina tekin eftir miklar vangaveltur og umhugsun.