Nýjast á Local Suðurnes

Óánægja með flutning starfa á höfuðborgarsvæðið

Ákveðið hefur verið að færa hluta af starfsemi Bláa lónsins úr Svartsengi á höfuðborgarsvæðið. Um er að ræða hluta af starfsmönnum á skrifstofu fyrirtækisins.

Umræður um stöðu mála fóru fram á fundi bæjarráðs Grindavíkur í gær og lögð var fram bókun frá bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins sem harmar þá ákvörðun að færa skrifstofustörf úr Bláa lóninu við Svartsengi á höfuðborgarsvæðið.

Hefðbundin skrifstofustörf eru ekki mörg á svæðinu, og hvetjum við Bláa lónið sem og önnur fyrirtæki á Reykjanesi til að halda skrifstofustörfum heima í héraði, segir í bókuninni.