Nýjast á Local Suðurnes

Svona liti fisksölustaður út ef innviðagjald væri innheimt í Reykjanesbæ – Myndir!

Fisksalinn Issi Fish&Chips gerir góðlátegt grín af skipulagsyfirvöldum í Reykjavík með mynd sem hann birtir á Fésbókarsíðu fyrirtækisins, en nýlega var samþykkt að sett yrðu upp tvö pálmatré í svokallaðri Vogabyggð, sem er nýtt íbúðahverfi sunnan Kleppsmýrarvegar og austan Sæbrautar.

Mynd sem Issi og félagar teiknuðu sýnir hvernig þessi líka fínu pálmatré kæmu út yrðu þau sett upp við vagninn sem staðsettur er á Fitjum.

Kynning: Eggjandi. Beint heim að dyrum!

Umhverfi staðarins hefur tekið miklum breytingum frá því staðurinn var settur upp fyrir um ári síðan, þrátt fyrir að pálmatré hafi ekki farið upp, en Issi hefur ráðist í töluverðar framkvæmdir sem gera aðgengi viðskiptavina mun betra.