Nýjast á Local Suðurnes

Lögreglan sektar ekki í bili

Lögreglan á Suðurnesjum mun ekki sekta ökumenn bifreiða sem komnar eru á nagladekk. Bú­ast má við hálku víða þar sem nú er spáð kóln­andi veðri á landinu, segir í tilkynningu frá lögreglu á Facebook.

Veg­far­end­ur eru beðnir um að sýna varkárni og fylgjast vel með akstursskylirðum. Þá er gott að hafa í huga að þrátt fyrir að engin hálka sé á þeim stað þar sem lagt var af stað þá geta skilyrði fyrir hálku verið í næsta nágrenni.