Nýjast á Local Suðurnes

Fínt sumarveður næstu daga

Á hádegi á morgun er spáð 18 stiga hita og sólskini á höfuðborgarsvæðinu en nokkuð stífur vindur að austan. Víða um landið verður þá bjart og fallegt, til dæmis á Vestfjörðum. Ágætis veður verður einnig á miðvikudag en búast má við að sólin láti lítið á sér bera. Á fimmtudag fer hins vegar aftur að rigna.

Langtímaveðurspáin er þó nokkuð góð og búast má við mildu veðri þrátt fyrir rigningu.