Nýjast á Local Suðurnes

Spá allt að tólf stiga frosti á Suðurnesjum

Það verður frekar kalt á landinu næstu daga ef marka má spákortin á vef Veðurstofu Íslands. Þannig er spáð allt að tólf stiga frosti á Suðurnesjum að snemma morguns á laugardag. Spáin gerir þó ráð fyrir að það hlýni hratt og að hiti verði við frostmark á sunnudag.

Í dag er einnig útlit fyrir að það verði ansi kalt, átta stiga frost, en heiðskírt á hádegi. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að norðanáttin verði ríkjandi fram að helgi þar sem það verði kalt í veðri en ekkert sérstaklega hvasst á sunnanverðu landinu.

Spáin fyrir landið næstu daga:

Norðlæg átt, 10-18 m/​s á Vest­fjörðum og SA-til, ann­ars hæg­ari. Víða él, en létt­skýjað á S- og SV-landi. Frost 1 til 12 stig, kald­ast í innsveit­um. Norðan 8-13 á morg­un og held­ur hvass­ara SA-lands. Él um landið norðan­vert, en létt­skýjað syðra. Áfram kalt í veðri.

Á miðviku­dag:

Norðan og norðaust­an 5-13 m/​s. Él um N-vert landið, en létt­skýjað sunn­an heiða. Frost 2 til 15 stig, kald­ast í innsveit­um.

Á fimmtu­dag:
Norðan 8-13 og élja­gang­ur, en þurrt og bjart veður S-til á land­inu. Kalt áfram.

Á föstu­dag:
Norðanátt og él N-lands, en víða létt­skýjað á S- og V-landi. Tals­vert frost.

Á laug­ar­dag:
Breyti­leg átt og bjart með köfl­um, en sums staðar él við strönd­ina. Kalt í veðri.

Á sunnu­dag:
Aust­læg eða breyti­leg átt og snjó­koma með köfl­um, en stöku él N-lands. Minnk­andi frost.

Á mánu­dag:
Útlit fyr­ir suðaustanátt með slyddu eða snjó­komu S-til á land­inu.