Nýjast á Local Suðurnes

Frost, éljagangur og skafrenningur í kortunum

Í dag mun ganga á með éljum suðvestantil og seinnipartinn mun bæta dálítið í vind og gæti náð að gera skafrenning þar sem mest snjóar. Í kvöld og nótt styttir upp SV-til á landinu og léttir til á morgun, þriðjudag.

Á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir austlægri átt, 5-10 m/s él, en 8-13 og úrkomuminna með kvöldinu. Norðaustan 8-13 og léttskýjað á morgun. Frost 1 til 6 stig, segir á vef Veðurstofu Íslands.

Þá er spáin fyrir næstu daga eftirfarandi:

Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðlæg átt, 3-10 m/s og él N- og A-lands, en annars yfirleitt léttskýjað. Frost 1 til 14 stig, kaldast inn til landsins.

Á föstudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálítil él við N- og V-ströndina, en annars bjartviðri. Áfram talsvert frost.

Á laugardag:
Suðlæg átt með slyddu, en síðar rigningu, en þurrt NA-til og hlýnar í veðri.

Á sunnudag:
Ákveðin sunnanátt og væta S- og V-til, en annars þurrt. Milt veður.