Nýjast á Local Suðurnes

Vindasamt á laugardag – Hvassast í Grindavík

Veðurstofan gerir ráð fyrir vaxandi austanátt Sunnanlands í kvöld og nótt og mun vindur verða frá 18-28 m/s á morgun, hvassast við Suðurströndina. Þannig hefur verið gefin út gul veðurviðvörun fyrir Suðurland, en ef marka má vindaspá veðurstofunnar munu sveitarfélögin á Suðurnesjum, utan Grindavíkur, sleppa ágætlega.

Þá er búist við snjókomu eða slydua með köflum S- og A-lands, en úrkomuminna í öðrum landshlutum. Dregur talsvert úr vindi og rofar til Sunnantil um kvöldið. Frost 1 til 15 stig í nótt, en hlýnar síðan heldur og hlánar syðst.