Veðurstofan varar við stormi – Talsverð úrkoma og hlýnandi veður

Veðurstofan varar við stormi, víða um land í kvöld, en í tilkynningu á vef stofnunarinnar kemur fram að það hvessi í kvöld og von sé á austanstormi í nótt og í fyrramálið og talsverðri úrkomu og hlýnandi veðri.
Veðurspá fyrir næsta sólarhring, samkvæmt vef Veðurstofunnar:
Vaxandi austanátt og hlýnar, 10-18 síðdegis. Snjókoma og síðar slydda eða rigning sunnan og austan til, en annars úrkomulítið. Austan 15-25 þegar líður á kvöldið, hvassast syðst. Rigning eða talsverð rigning um landið sunnanvert og hiti 1 til 6 stig, en snjókoma eða slydda fyrir norðan og hiti kringum frostmark. Lægir á morgun og dregur úr úrkomu. Suðaustan 8-15 síðdegis, en norðaustan 13-18 norðvestan til fram á kvöld. Rigning með köflum og hiti 0 til 7 stig, en þurrt að mestu á Norðurlandi.
Á þriðjudag:
Austlæg átt 15-23 m/s og rigning eða slydda, hiti 0 til 7 stig. Lægir smám saman þegar líður á daginn, styttir upp norðanlands, en áfram rigning fyrir sunnan.
Á miðvikudag:
Austlæg eða breytileg átt 5-10 m/s. Snjókoma eða slydda sunnan- og austanlands, en rigning við ströndina. Úrkomulítið norðan- og vestanlands. Hiti um og undir frostmarki.
Á fimmtudag:
Fremur hæg breytileg átt og úrkomulítið. Frost 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við suðurströndina.
Á föstudag:
Austan- og norðaustanátt og dálítil snjókoma eða slydda í flestum landshlutum, en rigning við suður- og austurströndina. Hlýnar lítið eitt.
Á laugardag:
Austlæg átt og rigning, en úrkomulítið um landið norðvestanvert. Hiti víða 0 til 5 stig.
Á sunnudag:
Austlæg átt og úrkomulítið. Hiti breytist lítið.