Nýjast á Local Suðurnes

Stormviðvörun – Búast má við erfiðum akstursskilyrðum í lélegu skyggni og hvössum vindi

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Gul viðvör­un er í gildi fyr­ir nánast allt landið, þar með talið höfuðborgarsvæðið, Suður­land og Faxa­flóa í kvöld, en búast má við stormi, 15-23 m/s með snjókomu eða slyddu í kvöld.

Búast má við erfiðum akstursskilyrðum í lélegu skyggni, hálku og hvössum vindi og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Vatnselgur á götum er líklegur, einkum frá því um miðja nótt og heldur áfram að rigna fram eftir degi. Mikilvægt er því að hreinsa frá niðurföllum til að vatn komist sína leið.