Nýjast á Local Suðurnes

Einfalt og gott lasagna á 20 mínútum – Uppskrift

Það getur verið snúið að útbúa gott lasagna á stuttum tíma, við rákumst á þessa uppskrift að einföldum og góðum lasagna rétti sem tekur einungis um 20 mínútur að útbúa og ákváðum að prófa – Niðustaðan: Einfalt, fljótlegt og mjög gott.

Það sem þarf að hafa við höndina:

 • 7-8 Lasagnaplötur
 • 1 Laukur fínt skorinn
 • Salt
 • Pipar
 • Olífu olía
 • 500 grömm nautahakk
 • 1 Dós góð pastasósa – Mjög gott er að nota pastasósu með hvítlauk
 • Spínat
 • Mozzarella ostur
 • Ferskur basil
 • Parmesan ostur

Það sem þarf að gera er frekar einfalt – Karlmenn geta þetta líka!

Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn þar til hann byrjar að mýkjast. Bætið nautahakkinu á pönnuna og kryddið með pipar og salti. Hellið pastasósunni yfir, bætið við pipar (eftir smekk) og hrærið vel saman. Þetta er svo látið sjóða við vægan hita um stund, um það bil 5 mínútur ættu að nægja. Bætið svo spínatinu út í og hrærið í. Bætið svo salti eftir smekk og takið pönnuna af hellunni.

Blandið saman mozzarella og parmesan ostum í skál.

Setjið til skiptis í eldfast mót lasagnaplötur og kjötsósu og ostablöndu. Það ættu að nást tvö til þrjú lög miðað við meðalstórt mót. Það er gott að passa upp á að smá sé eftir af ostablöndunni til að setja sem efsta lag, dreifið svo smá af olífu olíu yfir réttinn og hitið í ofni við 180 gráður í um það bil 3-5 mínútur.

Svo er bara að strá ferskum basil yfir og bera fram með fersku salati.