Nýjast á Local Suðurnes

Mikilvægur leikur hjá Keflavík í kvöld

Keflvíkingar leika í fyrsta sinn í deildarkeppni gegn Leikni í kvöld, leikið er á Leiknisvelli og hefst leikurinn klukkan 19.15. Keflvíkingar hafa aðeins einu sinni áður leikið gegn Leikni en það var í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar árið 2006 og lauk þeim leik með sigri Keflvíkinga 3-0.

Keflvíkingar sitja einir á botni Pepsí-deildarinnar með fjögur stig fyrir leikinn í kvöld, fimm stigum minna en Leiknismenn sem eru í 9. sæti. Það er því nokkuð ljóst að Keflvíkingar þurfa nauðsynlega á sigri að halda í kvöld.