Nýjast á Local Suðurnes

Selja 45% hlut í Airport Associates

Horn IV, framtakssjóður í rekstri Landsbréfa, hefur samið um kaup á 45% hlut í REA ehf. sem á íslensku flugafgreiðslufyrirtækin Airport Associates og SouthAir. Með kaupunum verður Horn IV stærsti einstaki hluthafi félagsins. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, að því er kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Landsbréfa.

Frá þessu er greint á vef Viðskiptablaðsins, en þar kemur fram að Airport Associates, sem rekur almenna flugafgreiðsluþjónustu fyrir flugfélög á Keflavíkurflugvelli, hafi hagnast um 258 milljónir árið 2022 samanborið við 82 milljónir árið áður. Tekjur félagsins meira en tvöfölduðust á milli ára og námu 4 milljörðum.