Nýjast á Local Suðurnes

Sara fékk tæpa milljón í verðlaun á Heimsleikunum

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fékk 8.000 dollara eða tæplega milljón krónur í sinn hlut fyrir 20. sætið á Heimsleikunum í Crossfit sem fram fóru í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Sigurvegarinn í kvennaflokki, Tia-Clair Toomey, fékk tæplega 320.000 dali í sinn hlut eða rétt um 40 milljónir króna.

Keppendur fá greitt eftir röð og einnig aukalega fyrir árangur í einstökum greinum. Sara átti ekki sitt besta mót að þessu sinni og fékk því einungis greitt fyrir 20. sætið að þessu sinni.

Árið 2016 náði Sara hins vegar að vinna sér inn um 5,5 milljónir króna og árið 2017 tæplega 5 milljónir króna. Sara hætti keppni á leikunum í fyrra vegna meiðsla.

Hér má sjá hvernig verðlaunafé skiptist á milli allra keppenda í karla- og kvennaflokki á leikunum.