Ragnheiður Sara endaði í þriðja sæti á heimsleikunum
Þriðja sætið varð niðurstaðan hjá Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur á heimsleikunum í crossfit sem lauk í kvöld. Ragnheiður Sara hlýtur um 5,5 milljónir króna í verðlaunafé, auk þess sem hún fær um 250.000 krónur fyrir að lenda í þriðja sæti í tveimur greinum.
Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð uppi sem sigurvegari á leikunum, annað árið í röð.