Nýjast á Local Suðurnes

Engar ábendingar varðandi strokufanga – “Flestir starfsmenn embættisins vinna í þessu máli”

Fanginn sem strauk af Sogni í nótt er enn ófundinn að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum.

„Það er ekki vitað hvort hann sé farinn úr landi en það er óttast að hann komi sér úr landi,“ segir Gunnar í samtali við Vísi.

Gunnar segir lögreglu ekki hafa borist ábendingar enn sem komið er um ferðir Sindra, en lögreglan á Suðurnesjum er í samskiptum við öll embætti á landinu og eru flestir starfsmenn embættisins á Suðurnesjum að vinna í þessu máli.