Nýjast á Local Suðurnes

TikTok-stjarna villtist í Reykjanesbæ

TikTok-stjarnan Joshua Block heimsótti Reykjanesbæ á dögunum og lét vel af eins og sjá má í myndböndum sem kappinn birti á TikTok.

Josh sem er með um 2,5 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlinum villtist aðeins á röltinu í gamla bænum ásamt bílstjóranum sínum. Þeir félagar voru þó fljótir að komast aftur á rétt ról.

Á ferð sinni um Suðurnesin komu þeir félagar við í Reykjanesbæ, sem fyrr segir og í Bláa lóninu. Um 100.000 manns hafa horft á Suðurnesjamyndböndin og fjölmargir skilið eftir ummæli við þau.

https://www.tiktok.com/t/ZGJ4163bH/

Úr myndbandi Josh á TikTok