Nýjast á Local Suðurnes

Mikill mannfjöldi á gosstað í gær – Sjáðu myndirnar!

Formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, Bogi Adolfsson, reiknar gróf­lega að um 10.000 manns hafi verið á gossvæðinu í Geld­inga­döl­um um miðnætti í gær.

Þetta kemur fram í umfjöllun mbl.is um málið. Bogi segir að um­ferðatelj­ari hjá Vega­gerðinni hafi talið 5400 bíla á Grind­ar­vík­ur­vegi, sem tel­ur fram og til baka. Þannig að helm­inga megi þá tölu í 2700. Hann ger­ir ráð fyr­ir þrem­ur að meðaltali í bíl sem gera 8100 manns. Þá eru ótald­ir all­ir bíl­ar frá Suður­strand­ar­vegi og Grind­vík­inga sjálfa. 

Hér fyrir neðan má sjá myndir, sem Hjalti Þór Þórólfsson smellti af á ferð sinni um svæðið í gær og sýna vel þann fjölda sem var á ferðinni á svæðinu.