Nýjast á Local Suðurnes

Icelandair hyggur á tilraunaflug í Hvassahrauni

Mynd: Icelandair

Icelandair vill kanna til hlítar möguleikann á að reisa nýjan innanlandsflugvöll í Hvassahrauni með möguleika á millilandaflugi, meðal annars með tilraunaflugi á svæðinu. Staðsetningin er ein af nokkrum sem nefnd var í Rögnuskýrslunni svokölluðu en nefndin kannaði mögulegar staðsetningar á uppbyggingu flugvalla á höfuðborgarsvæðinu.

“Við erum að skoða þetta af fullri alvöru og höfum lagt töluvert fé í að kanna þennan möguleika,“ segir Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Icelandair í viðtali við Fréttatímann.

„Við viljum allavega að það sé kannað til hlítar hvort það sé mögulegt að reisa þarna innanlandsflugvöll sem gæti einnig þjónustað millilandaflug,“ útskýrir Björgólfur.