Nýjast á Local Suðurnes

Fá ekki lóð á besta stað undir verslunarhúsnæði

Áformum Fagkaupa, um að reisa 3000 fermetra atvinnuhúsnæði undir starfsemi fyrirtækisins við Sjávargötu hefur verið hafnað af umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar. Fyrirtækið lagði inn erindi þessa efnis í apríl ásamt uppdráttum arkitekta.

Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs kemur fram að unnið sé að tillögu að fyrirkomulagi gatnatenginu Grænás, Njarðarbrautar og hafnarsvæðis og því ekki sé tímabært að stofna lóð og úthluta á umræddum stað.

Fyrirhuguð starfsemi fellur engu að síður vel að uppbyggingu svæðisins í heild og verður umhverfis- og framkvæmdasviði falið að vinna áfram með málsaðila og kanna alla kosti, segir jafnframt í fundargerðinni.