Nýjast á Local Suðurnes

Costco-vörur á Costco-verðum í Reykjanesbæ

Verslanir Extra munu bjóða upp á tuttugu vinsælar Costco-vörur á Costco-verði. Fyrirtækið rekur verslun við Hafnargötu, þar sem verslunin Iceland var áður til húsa.

Á meðal þeirra Costco-vara sem Suðurnesjamönnum stendur til boða að kaupa verða eldhúspappír, klósettrúllur, þvottaefni, gosdrykkir og ávaxtasafar.

Extra er í eigu Basko, sem aftur er í eigu Skeljungs, sem hefur átt í farsælu samstarfi við Costco frá því verslunarrisinn hóf starfsemi hér á landi.

Vefmiðillinn Vísir greindi frá, en í grein miðilsins kemur fram að vörurnar sem seldar verði í verslunum Extra verði á Costco-verðum.