Nýjast á Local Suðurnes

Haukur Helgi Pálsson kynntur til leiks í dag

Erlend og innlend lið hafa áhuga á að fá Hauk Helga í sínar raðir

Haukur Helgi Pálsson landsliðsmaður í körfuknattleik mun, samkvæmt heimildum Local Suðurnes, skrifa undir samning um að leika með Njarðvíkingum í Dominos-deildinni út tímabilið. Þetta verður tilkynnt á blaðamannafundi sem Njarðvíkingar hafa boðað til síðar í dag.

Samningar á milli aðila munu vera fullfrágengnir en það eina sem gæti mögulega komið í veg fyrir komu Hauks til Njarðvíkur mun vera áhugi erlends liðs á leikmanninum.

Haukur Helgi hefur leikið með Fjölni hér á landi og Manresa á Spáni en hann lék síðast með Mitteldeutscher BC í Þýskalandi. Hann átti einnig í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna áður en hann samdi við Njarðvíkinga.