Nýjast á Local Suðurnes

Rammasamningur vegna mygluviðgerða

Mynd: Facebook- Ozzo

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að gerður verði rammasamningur um kaup á þjónustu iðnmeistara og kaup á byggingavörum vegna viðgerða á rakaskemmdum í skólum og leikskólum sveitarfélagsins. Miklar framkvæmdir hafa verið í gangi í tveimur grunnskólum og nokkrum leikskólum undanfarin misseri.

Ráðgjafafyrirtækið Consensa mun sjá um gerð gagna varðandi rammasamninga.