Ráðgert að reisa tvö stór bílastæðahús á KEF

Ráðgert er að reisa tvö bílastæðahús við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Húsin verða samtals allt að 100 þúsund fermetrar.
Þetta má lesa í skýrslu VSÓ vegna umhverfismats fyrirhugaðra framkvæmda. Umhverfismatsskýrslan um stækkun Keflavíkurflugvallar hefur verið birt til umsagnar á vef Skipulagsstofnunar og er frestur til að skila inn umsögnum til 2. maí næstkomandi.
Isavia mun halda opinn kynningarfund í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ mánudaginn 3. apríl næstkomandi.
Með stækkun flugstöðvarinnar á að mæta væntri fjölgun farþega á næsta áratug, en farþegaspá Isavia gerir ráð fyrir að 11,4 til 13,6 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll árið 2032.
Nánar verður fjallað um stækkun flugstöðvarunnar og umfang framkvæmdanna á næstunni.