Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar halda toppsætinu eftir nauman sigur á sprækum ÍR-ingum

Earl Brown Jr. var rekinn frá Keflavík þrátt fyrir að hann hafi skorað 25 stig að meðaltali í leik og tekið 12 fráköst

Keflavík heldur stöðu sinni á toppi Domino´s-deildarinnar í körfuknattleik eftir spennandi viðureign við ÍR-inga í Breiðholtinu í kvöld.

ÍR-ingar hófu leikinn af krafti og komust 12-2, Keflvíkingar söxuðu þó á forskotið undir lok fyrsta leikhluta og voru 5 stigum undir að honum loknum. Jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta og var staðan í leikhléi 43:41 fyr­ir heima­menn.

Spennan hélt áfram í síðari hálfleik og liðin skipt­ust á að leiða en Kefl­vík­ing­ar náðu hins­veg­ar yfirhöndinni um miðjan fjórða leikhluta og héldu sjó í leik sem hefði allt eins getað fallið IR megin, lokastaðan 87-95.

Í liði Keflavíkur var Earl Brown sem var stigahæstur með 27 stig en næstur kom Valur Orri Valsson með 24 stig.