Nýjast á Local Suðurnes

Spinkick í Ísland Got Talent á sunnudag – Líkaðu við þau á Facebook!

Spinkick hópurinn sem skipaður er taekwondo iðkendum á aldrinum 12 til 29 ára frá Reykjanesbæ, Sandgerði og Grindavík tekur þátt í Ísland Got Talent þættinum sem sýndur verður á Stöð 2 á sunnudag.

Hópurinn er reynslumikill, en til samans hafa þau unnið 71 Íslandsmeistaratitil, 14 Norðurlandameistaratitla og yfir 120 bikarmeistaratitla. Í hópnum eru taekwondo maður Íslands árið 2012 og taekwondo kona Íslands 2012 til 2014.

Þá hefur Spinkick-hópurinn stofnað Facebook-síðu þar hægt er að fylgjast með því sem þau eru að gera, en á meðal þess sem er að finna á síðunni eru myndbönd frá æfingum og fleira skemmtilegt efni.

Svo er um að gera að hringja í númerið 900-9005 á milli 19:30-20:30 á sunnudag og gefa hópnum atkvæði í baráttunni um sæti í úrslitum keppninnar.