Nýjast á Local Suðurnes

Öllu flugi aflýst eða frestað vegna veðurs

Öllu áætlunarflugi sem átti að fara fyrir hádegi frá Keflavíkurflugvelli í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs.

Flug seinnipartinn í dag eru enn á áætlun. Nokkuð hvasst er á Keflavíkurflugvelli, eða um 19 metrar á sekúndu en gert er ráð fyrir að vindur nái allt að 35 metrum á sekúndu þegar nær dregur hádegi.