Nýjast á Local Suðurnes

Þorleifur leggur skó á hillu

Körfuknattleiksmaðurinn Þorleifur Ólafsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þorleifur á langan og farsælan feril að baki með Grindavík en hann lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki tímabilið 2000-2001.

Frá þessu er greint á Karfan.is, en í samtali við miðilinn sagði Þorleifur mögulegt að hann yrði til aðstoðar í þjálfunarteymi Grindvíkinga á næsta tímabili, en þó væri ekkert staðfest í þeim efnum.

Þorleifur sem byrjaði um 16 ára aldur að æfa með meistaraflokki Grindavíkur hefur síðustu ár glímt við erfið meiðsli.

„Upp á síðkastið hefur verið erfiðara og erfiðara að vinna á þessu og maður hefur verið lengi að jafna sig, ég finn t.d. enn fyrir úrslitakeppninni,” sagði Þorleifur sem fór með Grindavík alla leið í oddaleik gegn KR.