Nýjung í Njarðvíkum – Kynning á körfuboltaliðum og dansiball
Laugardaginn 30. september næstkomandi stendur körfuknattleiksdeild Njarðvíkur fyrir skemmtilegri nýjung þegar blásið verður til kynningarkvölds meistaraflokka liðsins á fjölum Ljónagryfjunnar. Takmarkað magn miða verður í boði og eru stuðningsmenn hvattir til að hafa hraðar hendur.
Meistaraflokkar karla og kvenna verða kynntir til leiks ásamt nokkrum skemmtiatriðum og tveir sögulegir gripir frá EuroBasket í Helsinki verða boðnir upp. Þá verður boðið upp á mat og eins og í flestum góðum veislum verður kvöldið endað á dansiballi, segir í tilkynningu á vef KKD. Njarðvíkur.
Miðaverð er kr. 4.900,- á mann og verður húsið opnað klukkan 19.