Nýjast á Local Suðurnes

Skötumessan í Garði í kvöld – Fagna 10 ára afmæli

Árleg Skötumessa verður haldin í Miðgarði í Garði í kvöld, messan verður með glæsilegra móti í þetta skipti, þar sem haldið verður upp á 10 ára afmælið að þessu sinni. Borðhald hefst klukkan 19, þar sem í boði verður meðal annars skata, saltfiskur, plokkfiskur og meðlæti. Í kjölfarið tekur svo við glæsileg skemmtidagskrá og afhending styrkja.

Undirbúningur fyrir kvöldið er í fullum gangi, enda að miklu að huga og hafa unglingar í vinnuskólanum í Garði aðstoðað við uppsetningu á sal. Björn Ingi Bjarnason formaður Hrútavina, verður ræðumaður kvöldsins og Dói og Baldvin munu sjá um harmonikkuleik, þá mun hljómsveit Rúnars Þórs sjá um að halda uppi stuðinu fram eftir kvöldi.