Nýjast á Local Suðurnes

Fjölmiðlahópur 3S tók lauflétt viðtöl við valinkunna Sandgerðinga – Myndband!

Í Sandgerði er breytt skipulag á Vinnuskólanum þetta árið, þar sem skóli og vinna eru sameinuð í eitt og kallast verkefnið Starfsskólinn 3S sem er hugsað sem brú við að undirbúa ungmenni fyrir vinnumarkaðinn.

Á meðal þess sem hefur verið í boði fyrir vinnuskólanemendur er fjölmiðlahópur 3S og hafa þeir sem tekið hafa þátt í því verkefni meðal annars aðstoðað við undirbúning Sandgerðisdaga sem fram fara dagana 22 – 28 ágúst næstkomandi. Þá hefur hópurinn unnið viðtöl við valinkunna Sandgerðinga og birt á Facebook-síðu Sandgerðisdaga – Afraksturinn af þeirri vinnu má sjá hér fyrir neðan.